Deiliskipulag í auglýsingu - Vesturbrún 2-8 og 10-20
Vakin er athygli á að í auglýsingu er breyting á deiliskipulagi vegna Vesturbrúnar á Flúðum.
- Vesturbrún 2-8 og 10-20: Þjónustuíbúðir og félagsþjónusta; Deiliskipulagsbreyting – 2411043
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. maí 2025 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Torfudals og Vesturbrúnar. Við Vesturbrún er fyrirhugað að reisa þjónustuíbúðir og félagsþjónustu fyrir aldraða. Í breytingunni felst að núverandi íbúðir sem eru á einni hæð við Vesturbrún 10, 12 og 14 verði fjarlægðar og nýtt eins til tveggja hæða íbúðarhús auk kjallara og bílageymslu neðanjarðar byggt í þeirra stað. Áætlað er að í húsinu verði 28 þjónustuíbúðir fyrir aldraða auk þjónustukjarna á einni hæð þar sem í verður félagsaðstaða aldraðra og matsalur. Íbúðarhúsin að Vesturbrún 2, 4, 6 og 8 og að 16, 18, og 20 komi til með að standa en þau verða endurgerð og íbúðum í þeim fjölgað.
Auglýsinguna og gögnin má finna með því að smella á hlekkinn sem er hér .