Fara í efni

Aðstaða fyrir ferðamenn á Sæsabar í sumar

Sveitastjórn Hrunamannahrepps hefur gert samning við eigendur Sæsabars um aðstöðu fyrir ferðamenn í sumar og verður opnunartími staðarins á milli 12:00 – 23:00 alla daga frá byrjun júní og út ágústmánuð. Auk þessa mun starfsfólk Sæsabars veita gestum sveitarfélagsins upplýsingar um þá þjónustu sem stendur til boða í hreppnum s.s gistingu, veitingarhús, þjónustu og ýmsa afþreyingu.

Bæklingar og aðrar upplýsingar frá aðilum í Hrunamannahreppi verða því aðgengilegar á Sæsabar, sem verður þar með nokkurs konar upplýsingamiðstöð fyrir sveitafélagið ásamt því að gestir sveitarfélagsins sem þess þurfa geta á Sæsabar komist á salerni. 

Vegna þessa er öllum sem bjóða einhvers konar þjónustu boðið að koma með auglýsingabæklinga á Sæsabar svo þau geti veitt sem besta þjónustu.  Ennfremur er athygli allra vakin á því að með þessum samningi þá er óhætt að benda gestum og gangandi á að Sæsabar er opinn allan daginn og þar geta gestir sveitarfélagsins komist á salerni gerist þess þörf.

Nánari upplýsingar veita Bessi, sími: 895-6952 og Bára, sími: 868-6742.

Sveitarstjóri