Er Mummi elsti starfsmaður sveitarfélags á Íslandi ?
22. janúar
Samkvæmt óvísindalegri könnun sem gerð var meðal bæjar- og sveitarstjóra landsins teljum við næsta víst að hann Mummi okkar í áhaldahúsinu, Guðmundur KIarl Guðfinsson, sé elsti starfsmaður sveitarfélags á Íslandi og þó víðar væri leitað. Hann fagnaði 85 ára afmæli þann 8. janúar s.l. og af því tilefni héldu vinnufélagarnir kaffiboð honum til heiðurs. Mummi mætir alla daga í áhaldahúsið og starfar þar í hálfri stöðu. Keyrir mat til þeirra sem þess þurfa og vinnur síðan ýmis þau störf sem til falla í áhaldahúsinu og stofnunum sveitarfélagsins. Hann er okkur öllum góð fyrirmynd alla daga og gefur þeim sem yngri eru ekkert eftir.
Til hamingju með daginn þinn Mummi !