Fara í efni

Gönguferðir í Hrunamannahreppi 2023

Margar fallegar gönguleiðir eru í Hrunamannahreppi
Margar fallegar gönguleiðir eru í Hrunamannahreppi

Gönguferðir í Hrunamannahreppi 2023

Atvinnu-, ferða- og menningarnefnd Hrunamannahrepps kynnir hér gönguferðir sumarsins 2023. Þetta er 22. sumarið sem boðið er upp á þessar ferðir. Ferðirnar eru alls sjö. Allar göngurnar verða á miðvikudagskvöldum í sumar nema fjölskyldugangan á Miðfell hefst kl. 17:00 og dagsgangan 27. ágúst er farin á sunnudegi. Frítt er í allar göngurnar en innheimt verður fyrir akstur í dagsgöngunni. Umsjónarmenn ferðanna í samvinnu við heimafólk verða þau Else Nielsen s. 690-6024, Þórunn Andrésdóttir s. 860-1329 og Samúel U Eyjólfsson s. 864-1758. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Allar ferðir verða auglýstar sérstaklega þegar nær dregur á facebooksíðunni “Gönguferðir í Hrunamannahreppi“.

Fyrsta ferð er 24. maí. Laugar-Gildurhagi
Lagt af stað kl 20:00 frá hlaðinu á Laugum. Þetta er létt og skemmtileg leið inn í Gildurhaga sem er mikil náttúruperla. Sagan af Sængurkonukletti verður rifjuð upp. Hér er notalegt að eiga góða kvöldstund í fallegu umhverfi. Létt og auðveld ganga sem tekur u.þ.b. 2 klst.

Önnur ferð er 31. maí. Búðarárfoss
Hittumst kl 20:00 hjá Félagsheimili Hrunamanna og sameinumst í bíla. Ekið verður inn á afrétt Hrunamanna að Melrakkaá og þaðan gengið að Búðarárfossi. Þetta er vel jepplingafært. Lagt af stað í gönguna kl. 20:30 við vaðið á Melrakkaá. Létt og þægileg ganga. Áætlaður göngutími er 1,5-2 klst.

Þriðja ferðin  er 7. júní. Miðfell - fjölskylduferð
Lagt af stað kl 17:00 frá bílastæðinu við þjóðveg nr. 30 skammt frá Hellisholtum og gengið upp að vatni. Öll börn fá glaðning í lok ferðar. Athugið að börn þurfa að vera í fylgd með fullorðnum. Frítt í sund fyrir göngugarpa eftir göngu. Áætlaður göngutími er 2 klst.

Fjórða ferðin er 14. júní. Svartárgljúfur - Tungufellsskógur
Mæting við gamla gerðið í Tungufellsdal kl. 20:00. Þaðan er gengið í gegnum ilmandi skóginn í Tungufellsdal og Svartárgljúfur skoðað en í því er mjög fallegur foss. Einnig verður boðið upp á að ganga upp á Tófuhól en þaðan er víðsýnt. Elín Jóna Traustadóttir og Svanur Einarsson í Tungufelli munu leiða gönguna. Létt og auðveld ganga sem tekur u.þ.b. 2 klst.

Fimmta ferðin  er 21. júní. Óvissuferð frá Bryðjuholti
Lagt af stað frá Bryðjuholti kl. 20:00. Áætlaður göngutími er 2-3 klst. Nánari upplýsingar þegar nær dregur á facebooksíðunni „Gönguferðir í Hrunamannahreppi“

Sjötta ferðin er 28. júní. Núpstúnskista
Lagt af stað kl. 20:00 frá hlaðinu í Núpstúni. Gengið inn með fjallinu og fikrað sig upp á Núpstúnskistu og gengið fram á Nípuna. Falleg leið og nokkuð auðveld ganga sem tekur u.þ.b. 2 klst.

Sjöunda og síðasta ferð sumarsins er sunnudaginn 27. ágúst og er Stóru-Laxárgljúfur ganga
Þetta er dagsganga, u.þ.b. 18 km. Ferðin hefst við bæinn Kaldbak. Ekið er inn á afrétt Hrunamanna og gengið niður með hinu stórkostlega gljúfri Stóru-Laxár en það er rómað fyrir náttúrufegurð. Endað er við bæinn Kaldbak. Ógleymanleg ganga og er hugsuð sem náttúruskoðun. Athugið að það þarf að panta í þessa ferð í síma 6923882/6995178 og skráningu þarf að vera lokið ekki síðar en 20. ágúst. Gera þarf ráð fyrir einhverjum kostnaði sem verður auglýstur síðar en hann er fyrir akstri og leiðsögn.