Hitaveita Flúða - Mínar síður
10. október
Hitaveita Flúða hefur tekið í notkun mínar síður þar sem viðskiptavinir Hitaveitunnar geta nálgast reikninga og skoðað álestrasögu veitna sem þeir eru skráðir fyrir.
Einstaklingar skrá sig inn á síðuna með rafrænum skilríkjum en fyrirtækjum er bent á að senda tölvupóst á eva@fludir.is til að nálgast lykilorð til innskráningar.
Mínar síður eru aðgengilegar gegnum heimasíðu sveitarfélagsins fludir.is eða með því að smella hér