Hraðstefnumót við íslenskuna
Við leitum að Íslendingum til að taka þátt í hraðstefnumóti við íslenskuna og íbúum af erlendum uppruna til að æfa sig!
Hraðstefnumót við íslenskuna verður haldið í Héraðsskólanum að Laugarvatni fimmtudaginn 25. september kl. 17.
Markmiðið er einfalt, það er að hittast, hlusta, tala og tjá okkur á eins mikilli íslensku og við getum án þess að velta fyrir okkur málfræðinni.
Þátttakendur þurfa hvorki að kunna íslensku né vera sérfræðingar í tungumálinu.
Boðið verður upp á köku og kaffi og kostar ekkert að taka þátt.
Verkefnið er ótrúlega skemmtilegt og gefandi og viljum endilega fá börnin með foreldrum sínum - þau eru oft bestu kennararnir!
Ef einhver úr þínum hópi hefur áhuga á því að koma og taka þátt í þessu með okkur þá viljum við gjarnan frétta af því.
Eins viljum við endilega að sem flestir frétti af þessu, svo endilega hvetjið starfsfólkið ykkar sem er af erlendum uppruna að koma og líta við.
Ekki vera smeyk og komið með okkur á hraðstefnumót við íslenskuna!
Öll velkomin og við hlökkum til að sjá sem flesta 🙂