Hundaeigendur - munið að skrá hundinn ykkar
04. júlí
Hundaeigendur athugið!
Samkvæmt samþykkt um takmörkun hundahalds í Hrunamannahreppi þá ber að skrá alla hunda í sveitarfélaginu.
Eigandi hunds skal láta örmerkja hund sinn hjá dýralækni, skrá hann á skrifstofu sveitarfélagsins og fá þar afhenta númeraða plötu sem alltaf skal vera um háls hundsins. Fyrir þetta skal hann greiða leyfisgjald samkvæmt gjaldskrá sem sveitarstjórn setur í samræmi við 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Hundaeigendum er jafnframt bent á að kynna sér reglur sem gilda um hundahald í sveitarfélaginu sem finna má á heimasíðunni www.fludir.is. /stjornsýsla/reglur og samthykktir/umhverfismál
Sveitarstjóri