Fara í efni

Íbúafundur 10. nóvember - ræðum um skólamál

Það er alltaf líf og fjör í Leikskólanum Undralandi
Það er alltaf líf og fjör í Leikskólanum Undralandi

Vinna við Skólastefnu Hrunamannahrepps hófst vorið 2023 undir leiðsögn og ráðgjöf dr. Ingvars Sigurgeirssonar skólaráðgjafa og fv.prófessor. Skólastefna er sáttmáli okkar um skólastarf og henni þarf að fylgja vel eftir. Skólastarf er í sífelldri þróun og er stöðugt hægt að efla og gera enn betra.

Síðan innleiðing Skólastefnunnar hófst þá hefur henni verið fylgt eftir af skólanefnd, skólastjórnendum og starfsfólki skólans. Stýrihópur hefur unnið að aðgerðaráætlun vegna Skólastefunnar og nú er komið að Skólaþingi. Við munum fá Ingvar Sigurgeirsson aftur til liðs við okkur í þá vinnu.

Á Skólaþingi er staða innleiðingarinnar metin og endurskoðuð eftir því sem þörf er á. Það er afar mikilvægt að sjónarmið allra hagsmunaaðila fái að koma fram. Við viljum sérstaklega hvetja nemendur grunnskólans og ungmenni til að mæta á íbúafundinn, einnig foreldra og alla sem eru tilbúnir að taka þátt í skemmtilegum umræðum um skólamál.

Fjölmennum á íbúafund um skólamálin, allir velkomnir mánudaginn 10.nóv kl. 17-19 í Félagsheimilinu. Skráning er nauðsynleg hjá edda@fludir.is

Endilega takið daginn frá!

Katrín Þorvaldsdóttir,
formaður Skólanefndar Hrunamannahrepps