Fara í efni

Íbúar komnir yfir 900 í Hrunamannahreppi

Það er gaman að geta sagt frá því að 900 manna múrinn er rofinn. 

Í dag, 7. desember, eru 902 íbúar skráðir í Hrunamannahreppi. 
Ekki er von á öðru en að það fjölgi duglega í þeim hópi á næstu árum þegar nýjar íbúðir munu rísa. 
Lausleg talning sveitarstjórans í dag sýndi að búið væri að úthluta eða að framkvæmdir eru hafnar á um 50 íbúðum í og við þéttbýlið á Flúðum.   
Þó að án vafa muni taka einhvern tíma að klára þær allar þá er ljóst að í þeim munu fjölskyldur framtíðarinnar búa sér heimili. 

Bjóðum við alla velkomna hingað í Hrunamannahrepp.