Inflúensubólusetning forgangshópa
15. október
Árleg bólusetning gegn inflúensu hefst á heilsugæslunni í Uppsveitum þann 20. október 2025.
Fólk getur bókað tíma með því að hringja á heilsugæsluna í síma 432 2770.
Fyrst í stað verður fólk í forgangshópum bólusett og þeir sem eru ekki forgangshópum verður boðið síðar og það auglýst.
Þeir hópar sem eru í forgangi í bólusetningu eru:
- Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
- Öll börn fædd 1.1.2021 - 30.6.2025, sem hafa náð 6 mánaða aldri þegar bólusett er.
- Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
- Barnshafandi konur.
- Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
- Fólk í starfstengdri áhættu vegna samsmits árlegrar inflúensu og fuglainflúensu eins og það var skilgreint í í frétt frá Embætti Landlæknis frá árinu 2023
Ekki er boðið upp á Covid bólusetningu samfara bólsetningu gegn inflúensu samlvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. Nánar má lesa um stöðu bólusetninga um covid á á vef embættis landlæknis