Kristín Ágústa valin nýliði ársins
05. desember
Í Akstursíþróttafélaginu Hreppakappar er öflugt og skemmtilegt starf og þátttakendur eru á öllum aldri. Það er full ástæða til að vekja athygli á þessu góða starfi og um leið að vekja athygli á góðum árangri hjá einum af þeirra félagsmönnum.
Í fréttatilkynningu frá félaginu kom fram að Kristín Ágústa Axelsdóttir var að keppa sitt fyrsta keppnistímabil í sumar enda aðeins 14ára gömul. Náði hún einstalega góðum árangri en hún keppti í opnum kvennaflokki og endaði þar í öðru sæti til Íslandsmeistara og einnig var hún kosin nýliði ársins í kvennaflokk af MSÍ.
Við óskum Kristínu Ágústu og félaginu innilega til hamingju með góðan árangur.