Fara í efni

Óútskýrður kynbundinn launamunur ekki til staðar í Hrunamannahreppi

Niðurstaða viðhaldsúttektar um jafnlaunakerfi sem fram fór þann 23. september 2025 var lögð fram á fundi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps þann 8. október síðarliðinn. Niðurstaða úttektarinnar var sú að engin frábrigði komu í ljós en úttektaraðili benti á eitt tækifæri sem skoðað verður í framhaldinu. Niðurstaða viðhaldsúttektar er sú að kynbundinn launamunur er 2,1% konum í vil og fylgnistuðull R2 er 98%. Hvorutveggja er í góðu samræmi við þau markmið sem sveitarfélagið hefur sett sér í jafnlaunastefnunni.

Sveitarstjórn fagnaði niðurstöðunni sem sýnir enn og aftur að Hrunamannahreppur greiðir laun í samræmi við kjarasamninga og starfsmat og að óútskýrður kynbundinn launamunur er ekki til staðar í sveitarfélaginu.