Starfsmaður óskast í þjónustumiðstöð
Hrunamannahreppur óskar eftir starfsmanni í 100% starf í þjónustumiðstöð sveitarfélagsins. Leitað er að áhugasömum starfsmanni með ríka þjónustulund og metnað til að skila góðu starfi.
Starfsmaðurinn sinnir fjölbreyttum verkefnum sem falla undir fasteignaumsjón, þjónustumiðstöð og umhverfismál. Um er að ræða almenn viðhalds- og þjónustuverkefni tengd fasteignum bæjarins og umhverfi sem og ýmsar verklegar framkvæmdir og önnur þau verkefni sem yfirmaður felur starfsmanninum.
Hæfniskröfur:
- Iðnmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Vinnuvélaréttindi / ökuréttindi skilyrði
- Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum er skilyrði
- Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Laun og ráðningarkjör eru skv. kjarasamningum Félags opinberra starfsmanna og nánara samkomulagi.
Starfið er laust nú þegar og því er vonast til þess að starfsmaðurinn geti tekið til starfa sem fyrst.
Nánari upplýsingar gefur Gunnþór Guðfinnsson, yfirmaður eignasjóðs, þjónustumiðstöðvar og úrgangsmála í síma 480 6600 eða gunnthor@fludir.is.
Umsóknum skal skila á skrifstofu Hrunamannahrepps í síðasta lagi 16. janúar n.k.
Sveitarstjóri