Fara í efni

Starfsmaður óskast til veitufyrirtækja Hrunamannahrepps

Hitaveita Flúða og nágrennis og Hrunamannahreppur leitar að traustum og duglegum starfsmanni til að taka þátt í rekstri og uppbyggingu veitufyrirtækja Hrunamannahrepps.

Helstu verkefni:
Daglegur rekstur hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu ásamt rekstri Hrunaljóss sem er ljósleiðara fyrirtæki að fullu í eigu Hrunamannahrepps.
Eftirlit með dreifikerfi veitnanna, dælu- og hreinsistöðvum.
Vinna við nýlagnir, endurnýjun og almennt viðhald allra veitukerfa sveitarfélagsins
Önnur verkefni tengd starfsemi sveitarfélagsins á þessu sviði

Hæfni og þekking:
Sveinspróf í pípulögnum, vélvirkjun, vélfræði eða sambærilegu er nauðsynlegt.
Framúrskarandi samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir.
Tölvukunnátta nauðsynleg.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2025. Umsókn fylgi starfsferilskrá og kynningarbréf með ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öll áhugasöm, óháð kyni, eru hvött til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri og/eða veitustjóri í síma 480-6600.

Umsóknir skulu sendar á netfangið hruni@fludir.is