Fara í efni

Starfsmenn óskast í Félagsmiðstöðina Zero

Félagsmiðstöðin Zero

Félagsmiðstöðin Zero á Flúðum auglýsir eftir frístundaleiðbeinendum sem hafið gætu störf í haust. 
Vinnutími er síðdegis og einstök kvöld.  Félagsmiðstöðin fylgir starfstíma Flúðaskóla  og starfar út maí mánuð ár hvert. 
Næsta haust tekur félagsmiðstöðin til starfa á nýjum endurbættum stað í Flúðaskóla og verður það skemmtilegt verkefni að þróa starfsemina að nýrri staðsetningu.

Helstu verkefni og ábyrgð
Skipulagning faglegs frístundastarfs í samráði við umsjónaraðila
Kynna starfið fyrir nemendum og hvetja til þátttöku.
Leiðbeina börnum í leik og starfi.
Vinna að forvarnarstarfi og fræðslu.
Samráð og samvinna við börn, foreldra og starfsfólk sveitarfélagsins.
Sinna frágangi húsnæðis að loknum vinnudegi.
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við umsjónaraðila.

Menntunar- og hæfnikröfur

  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og til leiðbeiningar.
  • Frumkvæði og sköpunargleði.
  • Stundvísi, snyrtimennska og reglusemi.
  • Gott vald á íslenskri tungu.
  • Menntun sem nýtist í starfi æskileg en ekki nauðsynleg.
  • Starfsreynsla á sviði forvarna-, félags- og tómstundamála æskileg.
  • Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri.
  • Hreint sakavottorð er skilyrði
  • Kunnátta í skyndihjálp er kostur 

Frekari upplýsingar:

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að gefa heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.

Viðkomandi þurfa að geta hafið störf við skólabyrjun í haust. 
Öll áhugasöm eru hvött til að sækja um starfið.

Upplýsingar um starfið veitir Þórarinn Guðni Helgason, Umsjónarmaður frístundar / félagsmiðstöðvarinnar Ztart í s. 772-9263 eða toti@fludir.is

Umsóknum ásamt ferliskrá og kynningarbréfi skal skila á netfangið hruni@fludir.is