Fara í efni

Sumarlokun Ráðhússins á Flúðum

Skrifstofa Hrunamannahrepps verður lokuð frá 7. júlí - 25. júlí, að báðum dögum meðtöldum, vegna sumarfrís starfsmanna.
Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 28. júlí 2025. 

Framundan eru flutningar úr ráðhúsinu við Akurgerði og í nýtt húsnæði á efri hæð Félagsheimilis Hrunamanna.  Því þarf að pakka, taka til og henda. 
Til þess að það sé hægt verður að loka og því munum við hafa lokað frá og með miðvikudeginum 2. júlí og til föstudagsins 4. júlí.  Starfsmenn verða í vinnu en þessa daga sinna þeir að mestu tiltekt og pökkun.  Þeir sem þurfa að ná í starfsmenn vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á netfang einstakra starfsmanna eða á netfangið hruni@fludir.is.

Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að skapa. 

Sveitarstjóri