Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita er flutt í nýtt húsnæði
10. maí
Í upphafi þessa mánaðar flutti Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita skrifstofu sína í nýtt og glæsilegt hús að Hverabraut 6 á Laugarvatni.
Húsnæðið er í eigu Bláskógabyggðar og var gamla Smíðahúsið á Laugarvatni fyrirmyndin að nýja húsnæðinu.
Eftir er að ganga frá lóðinni og aðkomu að húsnæðinu en það verður gert í sumar.
Starfsfólk UTU hlakkar til að taka á móti ykkur í nýju húsnæði.
Starfsfólk UTU