Umhverfisviðurkenningar Hrunamannahrepps 2025
Umhverfisviðurkenningar Hrunamannahrepps voru afhentar venju samkvæmt á hátíðahöldum þjóðhátíðardagsins, 17. júní.
Það var Halldóra Hjörleifsdóttir formaður Umhverfisnefndar sem afhenti viðurkenningarnar sem komu í hlut eftirfarandi aðila:
Vínbúðin hlýtur umhverfishrós Hrunamannahrepps 2025.
Í máli formanns koma fram að í gegnum árin hefur umhverfi búðarinnar verið snyrtilegt og vel við haldið. Falleg beð taka á móti viðskiptavinum og gestum sem oft á tíðum nýta bekkinn fyrir framan búðina til að slaka á og njóta. Starfsfólk leggur metnað í að viðhalda fallegu umhverfi og að hafa almenna ásýnd búðarinnar til fyrirmyndar.
Kolbrún Kristín Daníelsdóttir, Ásastíg 5, hlaut umhverfisverðlaun Hrunamannahrepps 2025.
Rökstuðningur nefndarinnar var svohljóðandi: Kristín (Stína) hefur lagt metnað í að búa til dásamlegan sælureit við húsið sitt að Ásastíg 5 með fallegum garði og fallegu húsi sem er vel haldið við. Allt umhverfi í kringum Stínu er til fyrirmyndar hvort sem er yfir hásumarið þegar allt er í blóma eða á veturna þegar sett eru upp jólaljós og skreytingar. Ekki bara hefur Stína lagt metnað sinn í að gera fallegt í sínu nánast umhverfi heldur hefur hún einnig lagt hönd á plóginn við að gera samfélagið okkar fallegra.
Vínbúðinni og Stínu er óskað innilega til hamingju með viðurkenningarnar.
Sveitarstjóri