Fara í efni

57 minkar veiddir á 4 dögum

Við Litlu Laxá
Við Litlu Laxá

Það er með hreinum ólíkindum hve vel veiddist af mink í átakinu sem farið var í í byrjun mánaðarins en 57 minkar voru veiddir á þessum 4 dögum sem veiðin stóð yfir. Vonir standa til að ágangur minka í varplöndum og jafnvel hér í byggðinni á Flúðum minnki við þetta. 

Eftirfarandi tilkynning var síðan að berast frá Veiðifélagi Stóru Laxár: 
"Næstu vikuna verður einhver umferð með árbakka Stóru-Laxár því Jón og Eggert verða að eyða vargi við ána. Nú eru niðurgönguseiðin á leið til sjávar og mikilvægt að þau komist öll þangað svo þau geti komi aftur sem laxar sem koma til að hrygna en það er hringrásin eilífa sem viðheldur laxastofninum."

Baráttan heldur því áfram en við viljum gjarnan sjá fuglsunga komast á legg og seiði verða að löxum en ekki að stór partur ungviðisins verði vargdýrum að bráð. 

Sveitarstjóri.