Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið á Flúðum
Tjaldmiðstöðin á Flúðum rekur glæsilegt tjaldsvæði við bakka Litlu Laxár. Flúðir í Hrunamannahreppi hefur í gegnum tíðina verið vinsæll áfangastaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn enda eru Flúðir þekkt fyrir mikla veðursæld og má þar einnig finna ýmislegt sér til afþreyingar. Flúðir eru ekki nema í rúmlega 100 kílómetra fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Fjölbreytt þjónusta, þvottaaðstaða, nettenging, grill, leiksvæði, blakvöllur er tjaldsvæðinu. Þar er einnig rekið svæði fyrir hjólhýsi í langtímaleigu sem notið hefur mikilla vinsælda.
Tjaldmiðstöðin Flúðum
845-Flúðir
Sími: 486 6161
Netfang: tjaldmidstod@fludir.is
Vefsíða: http://www.tjaldmidstod.is/
Fjölbreytt þjónusta, þvottaaðstaða, nettenging, grill, leiksvæði, blakvöllur.