Fara í efni

Flúðir um Versló

Flúðir um Versló blæs í stórkostlega og fallega Fjölskyldu- og Bæjarhátíð um Verslunarmannahelgina 2023 á Flúðum.
Frábær dagskrá frá fimmtudegi til mánudags. Dansleikir, brenna, brekkusöngur, tónleikar, barnaskemmtanir, leiktæki og að sjálfsögðu verða Traktoratorfæran og Furðubátakeppnin á sínum stað ásamt fjölda annara viðburða.

Allskyns afþreying og skemmtun hjá þjónustufyrirtækjum og verslunum í Hrunamannahreppi.
 
 
Fimmtudagur 3. ágúst
-Upphitun á Sæsabar - Hlynur Snær trúbbar frá 21:00
 
 
Föstudagur 4. ágúst
-Pub-Quiz á Sæsabar 17:00 - QuizMaster Árni Þór - Frítt inn

-Skemmtikvöld í Félagsheimili - Eyþór Ingi & Babies 20:30
 Forsala á Sæsabar og miðasala við hurð. Miðaverð: 4.990
 
 
Laugardagur 5. ágúst
-Markaðir

-Leiktæki frá Kastalar.is

-Kandyfloss, Krap, Popp, glitrandi dót og fleira og fleira

-Fjölskyldu- & Barnaskemmtun við félagsheimili - 12:00
 Fram koma: Lalli töframaður, BMX Brós, Sylvia & Árni ásamt hundinum Oreo, Tónlistaratriði og fleira og fleira
 Frítt fyrir alla
 
- Sýning á helstu vélknúnu fákum Hreppakappa á bílaplani leikskólans á Flúðum 11:30-14:30

-Traktoratorfæra í Torfdal 15:00

-Sláttutraktoratorfæra í Torfdal 17:00

-Tónleikar í Félagsheimili 20:30 - GDRN ásamt Moses Hightower
 Miðasala á TIX.IS, á Sæsabar og við hurð. Miðaverð 4.990

-Stórdansleikur í Félagsheimili 23:00 - Stjórnin
 Forsala á Sæsabar 4.900 og miðasala við hurð 5.900
 
Sunnudagur 6. ágúst
-Leikhópurinn Lotta - Lækjargarði - 13:00
 Miðaverð 3.500 krónur, frítt fyrir 2ja ára og yngri. Bæði hægt að nálgast miða á staðnum sem og á tix.is

-Furðubátakeppni við litlu-Laxá - 15:00
 
-Brekkusöngur barnanna á Sæsabar. Ís fyrir börnin.

-Brekkusöngur og varðeldur í Torfdal 22:00 - Bjössi Greifi stýrir söngnum sem verður einnig í beinni útsendingu á Bylgjunni.

-Dansleikur í Félagsheimili 23:00 - Greifarnir
 Forsala á Sæsabar 4.900 og miðasala við hurð 5.900

 

Facebook síða Flúðir um Versló 2023