Fara í efni

Gönguferð - Búðarárfoss

Atvinnu-, ferða- og menningarnefnd Hrunamannahrepps hefur nú kynnt gönguferðir sumarsins 2023. Þetta er 22. sumarið sem boðið er upp á þessar ferðir. Ferðirnar eru alls sjö. Allar göngurnar verða á miðvikudagskvöldum í sumar nema fjölskyldugangan á Miðfell hefst kl. 17:00 og dagsgangan 27. ágúst er farin á sunnudegi. Frítt er í allar göngurnar en innheimt verður fyrir akstur í dagsgöngunni. Umsjónarmenn ferðanna í samvinnu við heimafólk verða þau Else Nielsen s. 690-6024, Þórunn Andrésdóttir s. 860-1329 og Samúel U Eyjólfsson s. 864-1758. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Allar ferðir verða auglýstar sérstaklega þegar nær dregur á facebooksíðunni “Gönguferðir í Hrunamannahreppi“ en einnig má finna upplýsingar um allar göngurnar í frétt hér á heimasíðunni.

Önnur gönguferð sumarsins verður þann 31. maí. Búðarárfoss

Hittumst kl 20:00 hjá Félagsheimili Hrunamanna og sameinumst í bíla. Ekið verður inn á afrétt Hrunamanna að Melrakkaá og þaðan gengið að Búðarárfossi. Þetta er vel jepplingafært. Lagt af stað í gönguna kl. 20:30 við vaðið á Melrakkaá. Létt og þægileg ganga. Áætlaður göngutími er 1,5-2 klst. 

Allir hjartanlega velkomnir.