Fara í efni

Jólamarkaður Hrunamannahrepps 2. desember

Jólamarkaður verður nú haldinn í annað sinn á vegum Atvinnu-, ferða og menningarnefndar Hrunamannahrepps,  í samvinnu við fjölda einstaklinga og fyrirtækja. Markaðurinn verður í Félagsheimili Hrunamanna Laugardaginn 2. desember frá kl: 14:00 - 16:00.

Klukkan 14:00 verða ljósin tendruð á jólatrénu framan við húsið.  Blaðrarinn kemur í heimsókn, jólasveinarnir og veitingar verða til sölu.