Fara í efni

Kyrrðarstundir á fimmtudögum í Hrepphólakirkju

Kyrrðarstundir verða í Hrepphólakirkju, 14, 21, 28 september og 5 og 12.október klukkan 20.

Ég hef hug á að leiða kyrrðarstundir í Hrepphólakirkju, kyrrðarstundir snúast um að ganga inn í kyrrð og róa hugann sem reynist mörgum erfitt í erli dagsins en það er svo mikil þörf á því í þessum hraða sem býr í samfélagi okkar. Kærleikur og rósemi eru yfirskrift stundanna og verða þær leiddar með stuttum inngangi og bæn, þá er slegið í “gong” og þá er þögn í tíu mínútur sem verða lengdar smám saman eftir því sem fram líður. Lok stundarinnar er á eftirfarandi hátt; slegið er í gongið eftir þessar tíu mínútur og farið með Faðirvorið. Eftir stundina verður létt spjall með þeim sem vilja og endar stundin klukkan níu.

Jafnvel þó að kyrrðarstundirnar séu með trúarlegu formi eru allir velkomnir óháð trúarafstöðu í þessar góðu stundir.

Með kærleikskveðju

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir
Djáknakandidat og Sálgætir.