Fara í efni

Ræðum um skólamál

Skólaþing verður haldið mánudaginn 10.nóvember kl 17-19 í Félagsheimilinu Flúðum.

Vegna undirbúnings og skipulags á íbúafundinum er skráning nauðsynleg hjá formanni Skólanefndar: katrin@fludir.is
Einnig má senda skráningu á netfangið hruni@fludir.is
Eða hringja í síma 480-6600 til að skrá sig á íbúafundinn.

Skólaþing er góð leið til að fá sjónarmið frá sem flestum og því mikilvægt að láta sig málið varða og taka þátt. Leik og grunnskólinn okkar eru stór hluti af samfélaginu okkar og því hvetjum við öll til að mæta og taka þátt í góðum og gagnlegum umræðum um skólamálin og stöðuna á innleiðingu á Skólastefnu Hrunamannahrepps. Sérstaklega hvetjum við elstu nemendur grunnskólans og ungmenni til að mæta og taka þátt í þessari vinnu.

Með von um góða þátttöku!