Þrettándabrenna og flugeldasýning
10. janúar kl. 20:00-22:00
Í nálægð við tjaldsvæðið
Jólahátíðin verður að venju kvödd með brennu og flugeldasýningu á tjaldsvæðinu laugardaginn 10. janúar kl. 20:00.
Það er Björgunarfélagið Eyvindur sem hefur veg og vanda af skemmtuninni en tendrað verður í brennunni kl. 20 og svo verður jólum skotið burt með glæsilegri flugeldasýningu sem hefst kl. 20:30.
Endilega fjölmennið !