Vinnustofusýning - Erna E. L. Skúladóttir og Sonja Margrét Ólafsdóttir
13-14 desember
Bragginn Studio
Erna og Sonja bjóða gestum og gangandi á vinnustofusýningu þriðju aðventuhelgina, 13-14 desember, opið á milli 12-17 báða daga í Bragginn Studio í Birtingaholti 3
Vinnustofan sjálf er í Hrunamannahreppi á æskuslóðum beggja og vilja þær opna glugga inn í þann hugarheim sem liggur að baki verka þeirra en heimaslóðirnar hafa mótað listræna sýn og heimsmynd beggja.
Báðar verða á svæðinu og tilbúnar í spjall og hugleiðingar um starf sitt og verkefni.
Boðið verður upp á léttar veitingar og jólastemmningu.
-- Sonja Margrét Ólafsdóttir --
Á vinnustofunni mun ég gefa innsýn inn í verkefni sem ég hef unnið að undanfarin ár, mörg þeirra eru unninn í Hrunamannahreppi og hef ég myndað mikið í kringum mína fjölskyldu frá því ég byrjaði að nota ljósmyndamiðilinn. Á vinnustofunni mun ég leggja áherslu á verkið “I Saw Three Suns in the Sky”, hluti þess er nú til sýnis á jólasýningu Ásmundarsalar. En verkefnið hlaut Eric Ericssons styrkinn í Svíþjóð árið 2023 og það verk er enn í vinnslu.
Sonja Margrét Ólafsdóttir er með MFA í ljósmyndun frá HDK-Valand, Háskólanum í Gautaborg þar sem hún lauk námi árið 2023. Áður lærði hún ljósmyndun í Ljósmyndaskólanum í Reykjavík og er með BA í Listfræði frá Háskóla Íslands. Hún sækir innblástur í goðsagnir, fjölskyldusögu og bókmenntir. Hún blandar þessum þáttum saman, umbreytir og endurskapar. Ljósmyndir hennar eru þannig sviðsettar og svífa á milli þess að vera skáldskapur eða heimildaljósmyndun.
-- Erna E. L. Skúladóttir --
Um helgina vil ég opna vinnuferlið og gefa innsýn hvernig verkin sem ég vinn mótast smátt og smátt en mikil vinna liggur vanalega að baki hvers verkefnis. Ég vinn á opinn og tilraunakenndan máta með leir og jarðefni sem ég safna vanalega sjálf og vinn úr. Hráefnin, saga þeirra og vinnsla skiptir mig miklu máli í því að móta bæði hugarheim og úrvinnslu við gerð verkanna.
Um helgina mun ég leggja áherslu á verkefnið „Yfirborðið" sem nú er til sýnis sem hluti af sýningunni Setminni í Norræna Húsinu, Setminni. Sýningin var hluti af Sequences XII - Pása/Pause og er nú á sinni lokaviku.
Um helgina mun ég leggja áherslu á verkefnið „Yfirborðið" sem nú er til sýnis sem hluti af sýningunni Setminni í Norræna Húsinu, Setminni. Sýningin var hluti af Sequences XII - Pása/Pause og er nú á sinni lokaviku.
Erna stundaði nám við Mótunardeild Myndlistarskólans í Reykjavík og hefur lokið BA og MA í myndlist við Listaháskólann í Bergen. Hún hefur unnið bæði heima og erlendis og tekið þátt í sýningarverkefnum víða, bæði sjálfstætt og sem dúó með Karin Blomgren (SE).
Verk hennar hafa verið sýnd á Sequences XII (IS); Silkeborg Bad (DK); Parcours Céramique Carougeois International Biennial (Sviss); Listasafni Árnesinga (IS); Kunsthall Stavanger (NO) og Uppsala Konstmuseum (SE). Hún vann fyrstu verðlaun á Evrópska Keramik tvíæringnum á Bornholm (DK) 2018 fyrir verkið „Still Waters".
Verk hennar hafa verið sýnd á Sequences XII (IS); Silkeborg Bad (DK); Parcours Céramique Carougeois International Biennial (Sviss); Listasafni Árnesinga (IS); Kunsthall Stavanger (NO) og Uppsala Konstmuseum (SE). Hún vann fyrstu verðlaun á Evrópska Keramik tvíæringnum á Bornholm (DK) 2018 fyrir verkið „Still Waters".
- - -
Verkefnið hefur hlotið veglegan styrk úr Uppbyggingasjóði Suðurlands og kunnum við þeim kærar þakkir fyrir