1. gr. Gjaldskrá þessi og reglur eru fyrir geymslusvæði Hrunamannahrepps við Flatholt á Flúðum.
2. gr.Leigutakar skulu eiga lögheimili í Hrunamannahreppi. Sótt skal um leigupláss á þar til gerðum eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins. Tilgreina skal áætlaðan leigutíma og tegund geymslumuna. Umsóknarblað skal undirritað af umsækjanda. Sveitarstjóri afgreiðir umsóknir í þeirri röð sem þær berast. Við úthlutun geymslusvæðis skal leigutaki undirrita leigusamning þar sem reglur þessar eru ítrekaðar.
4. gr. Svæðið er ekki vaktað og eru hlutir á geymslusvæðinu alfarið á ábyrgð eigenda. Leigutakar eru upplýstir um og þar með meðvitaðir um að svæðið er hvorki girt af né lokað með hliði en lóðarhöfum er heimilt að girða af svæði sín og hafa læst hlið.Engin starfsemi má fara fram á svæðinu og eru allar byggingar með öllu óheimilar. Lóðarhafi skal ávallt huga að lóð sinni og halda henni þannig að engin hætta stafi af búnaði og munum innan hennar né sé öðrum til ama. Enginn búnaður má ná hærra upp en 7m og allan búnað hærri en 3m skal tjóðra sérstaklega niður.Stærðin á leigðu svæði afmarkast af ystu punktum á ferhyrndu svæði ef það sem geyma á er óreglulegt í laginu.Leigutaka er með öllu óheimilt að endurleigja úthlutuðu plássi til annarra.5. gr. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur leigusamnings er 2 mánuðir m.v. 1. hvers mánaðar.6. grLeigugjald er innheimt sex mánuði í einu og skal leiga greidd fyrirfram. Verði áætlaður leigutími styttri en samningur hljóðar uppá skal endurgreiða leigutaka hlutfallslega m.t.t. eftirstöðva leigutíma, enda hafi leigutaki greitt leigugjaldið. Leigutaki fær ekki aðgang að svæðinu skuldi hann leigu. Hafi hlutir ekki verið sóttir innan 2ja mánaða eftir að umsömdum leigutíma lýkur eða greiðslufall orðið, áskilur leigusali sér allan rétt til að selja viðkomandi hluti fyrir áföllnum kostnaði.
7. gr. Leiguverð (árgjald), á geymslusvæði Hrunamannahrepps er eftirfarandi:Gámar 20" kr. 20.000 kr. - stærð lóðar er 25m2Gámar 40" kr. 40.000 kr. - stærð lóðar er 50m2Lóð/svæði 50m2 - 40.000 kr.Mögulegt er að leigja heilar lóðir og greiðist þá í samræmi við stærð viðkomandi lóðar:Fermetragjald pr. ár kr. 120,- m. vskGjaldskrá hækkar 1. janúar ár hvert miðað við hækkun vísitölu sem var 643,7 stig í mars 2025.