Fara í efni

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Skipulagsauglýsing birt 12. september 2024

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Flóahreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi skipulagslýsingar og tillögur vegna breytinga á aðalskipulagsáætlunum:

 

1.  Aðalskipulag Flóahrepps 2017-2029; Nýtt vatnsból og vatnsverndarsvæði í Áshildarmýri; Aðalskipulagsbreyting – 2408073

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. september 2024 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar, sem tekur til skilgreiningar á vatnsbóli í landi Hjálmholts. Vatnsbólið er í Flóahreppi en vatnsverndarsvæði er skilgreint þvert á sveitarfélagsmörk í Flóahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Borað hefur verið eftir vatni á staðnum og er vatnsbólið í notkun. Samhliða er gerð breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 þar sem gerð er grein fyrir vatnsverndarsvæði.

GREINARGERÐ

 

2.  Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029; Hjálmholt og Áshildarmýri; Vatnsból og Vatnsverndarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2406076

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 4. september 2024 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar, sem tekur til nýs vatnsverndarsvæði í Áshildarmýri. Vatnsbólið sem vatnsverndarsvæðið tekur til er í Flóahreppi og er lögð fram sambærileg tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningar á vatnsbóli innan Flóahrepps.

GREINARGERÐ

 

3.  Stóra-Ármót L166274; Stækkun íbúðarbyggðar; Aðalskipulagsbreyting – 2408030

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. september 2024 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til umsóknar um breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Svæðið sem breytingin nær til er úr landi Stóru-Ármóta L166274. Áætlað er að stækka 9 ha íbúðarbyggð um 4 ha og fjölga lóðum úr 7 í 10, um 1,3 ha hver. Svæðið er skilgreint sem íbúðarbyggðarsvæði ÍB4 í gildandi aðalskipulagi. Landbúnaðarland minnkar sem nemur breytingunni.

SKIPULAGSLÝSING

 

4.  Skógarlundur L236998; Skógræktarsvæði; Verslunar- og þjónustustarfsemi; Aðalskipulagsbreyting – 2312032

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 4. september 2024 að kynna skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingar, sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Í breytingunni felst að skógaræktarsvæði er breytt í verslunar- og þjónustusvæði.

SKIPULAGSLÝSING

 

5.  Kópsvatn 2; Breytt skilgreining námu E8; Aðalskipulagsbreyting – 2408034

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. september 2024 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032. Með breytingunni verður efnistökusvæðið E28 á Kópsvatni stækkað úr 1,5 ha í um 24 ha. Svæðið sem um ræðir er í gildandi skipulagi landbúnaðarland. Heimilt verður að vinna allt að 300.000 m3 af efni. Mikil þörf er fyrir góðar efnisnámur í Uppsveitum Árnessýslu vegna byggingar íbúða og gatnagerðar, einkum á Flúðum og í Reykholti. Náman er með framkvæmdaleyfi fyrir vinnslu á 50.000 m3 af efni. Samhliða aðalskipulagsbreytingu verður send fyrirspurn um matsskyldu til Skipulagsstofnunar.

SKIPULAGSLÝSING

 

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlunar:

 

6.  Útey 2 L167648; Mýrarskógur og Eyjavegur; Breyttir landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting – 2212016

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20. mars 2024 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar er varðar Útey 2. Breytingin nær til þess hluta af frístundasvæði F21 sem er innan Úteyjar 2 L167648 auk nýrra svæða austan Laugarvatnsvegar. Reitur F21 nær yfir nokkrar jarðir en í breytingu þessari er aðeins lagt til að breyta þeirri landnotkun sem er innan Úteyjar 2 og í henni felst tilfærsla á frístundasvæði í landbúnaðarsvæði og öfugt.

GREINARGERÐ

 

 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og deiliskipulagsbreytinga:

 

7.  Þjórsárbraut 2; Stórholt; Landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu; Deiliskipulagsbreyting – 2408027

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. september 2024 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til deiliskipulags búgarðabyggðar í landi Stórholts, Smáholts og Litlaholts. Breytingin er gerð samhliða aðalskipulagsbreytingu þar sem skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði á hluta landsins. Í breytingunni felst að skilgreind er lóð Þjórsárbraut 2A. Á lóðinni er heimilt að reisa um 350 fm þjónustuhús, þar sem jafnframt er heimilt að hafa 4 – 5 gistirými fyrir samtals um 20 gesti og um 30 – 40 gestahús til útleigu, sem eru um 30 fm hvert, fyrir samtals um 60 – 80 gesti. Enn fremur er heimilt að reisa um 200 fm íbúðarhús/starfsmannahús og um 200 fm aukahús s.s. gestahús, gróðurhús, hesthús og/eða geymslu/skemmu.

UPPDRÁTTUR

 

8.  Drumboddsstaðir 1 L167076; Hrísbraut 5; Stofnun lóðar; Deiliskipulag – 2408046

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 4. september 2024 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til stakrar frístundalóðar, Hrísbrautar 5, úr landi Drumboddsstaða innan frístundasvæðis F86.

UPPDRÁTTUR

 

9.  Efra-Apavatn 1D L226190; Frístundalóðir og skógrækt; Deiliskipulag – 2404002

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 4. september 2024 að auglýsa tillögu deiliskipulags þar sem um er að ræða skilgreiningu frístundalóða og byggingarheimilda innan frístundasvæðis F21. Samtals er gert ráð fyrir 8 lóðum á svæðinu. Á hverri lóð er gert ráð fyrir heimildum fyrir frístundahús, gestahús/aukahús allt að 40 fm og geymsluhús að 15 m2 innan hámarksnýtingarhlutfalls 0,03.

UPPDRÁTTUR

 

10.  Hálendismiðstöð í Kerlingarfjöllum; Neðri-Hveradalir reitur 10; Bílastæði og þjónustuhús; Endurskoðað deiliskipulag – 2302035

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. september 2024 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til skilgreiningar á byggingarheimildum fyrir þjónustuhús og bílastæði við Neðri-Hveradali. Ákveðið var að vinna nýtt deiliskipulag í stað þess að vinna breytingu á gildandi skipulagi svæðisins. Það felur í sér að við gildistöku nýs deiliskipulags fyrir reit 10, þá verður sama svæði fellt úr gildi í deiliskipulagi frá 2014 með óverulegri breytingu sem tekur gildi samhliða framlagðri deiliskipulagstillögu. Samkvæmt tillögunni verður heimilt að byggja allt að 20 m2 þjónustuhús með salernum. Heimilt er að vera með palla umhverfis húsið og aðstöðu fyrir gesti til að setjast niður, njóta útsýnis og borða nesti. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi bílastæða geti verið allt að 84. Tillagan var áður samþykkt í sveitarstjórn eftir auglýsingu þann 18.4.2024. Þar sem meira en ár er liðið frá því að athugasemdafresti við tillöguna lauk er hún auglýst að nýju.

GREINARGERÐ

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna www.floahreppur.is/ , www.blaskogabyggd.is/ , www.fludir.is og www.skeidgnup.is.

Mál 1 – 5 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 12. september 2024 með athugasemdafresti til og með 4. október 2024.

Mál 6 – 10 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 12. september 2024 með athugasemdafresti til og með 25. október 2024.

 

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.

Linkur á auglýsinguna á vefsíðu Umhverfis- og tæknisviðs: https://www.utu.is/auglysingar/skipulagsauglysing-birt-12-september-2024/

 

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU