Fara í efni

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

SKIPULAGSAUGLÝSING BIRT 27. MARS 2024

 

Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynntar skipulagslýsingar eftirfarandi skipulagsáætlana:

1. Langholtskot: Landbúnaðarland í frístundabyggð; Aðalskipulagsbreyting – 2403008

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. mars 2024 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032 og nýs deiliskipulags. Tillagan tekur til um 24 ha spildu innan jarðar Langholtskots L166796. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á landnotkunarflokki svæðisins úr landbúnaðarlandi yfir í frístundabyggð. Samkvæmt skipulagslýsingu hefur landeigandi uppi áform um að útbúa lóðir fyrir allt að 15-20 frístundahús. Yrði þetta gert í 2-3 áföngum. Aðkoma yrði um núverandi veg að námu frá þjóðvegi 341, Langholtsvegi.

SKIPULAGSLÝSING


2. Skeiða- og Gnúpverjahreppur; Áhrifasvæði Búrfellslundar og nýtt afþreyingar og ferðamannasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2403001

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 20. mars 2024 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Með breytingunni verður mörkuð stefna um áhrifasvæði fyrirhugaðs Búrfellslundar innan Skeiða- og Gnúpverjahrepps og sett inn nýtt afþreyingar- og ferðamannasvæði austan við Sultartangastöð og skammt vestan Þjórsár. Sveitarfélagið metur stefnu gildandi aðalskipulags þannig að hún komi ekki í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif innan sveitarfélagsins sem verða vegna framkvæmda eða landnotkunar í nágrannasveitarfélögum. Því sé þörf á breyttri stefnu. Stefna vegna áhrifasvæðis Búfellslundar verður á þá leið að öll neikvæð umhverfisáhrif sem kunna að verða vegna fyrirhugaðs Búrfellslundar og geta skert möguleika til landnýtingar innan Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru óheimil innan marka sveitarfélagsins. Til dæmis á þetta við um skuggavarp frá vindmyllum, ískast vegna ísingar á spöðum, skerðingu á víðernum, sýnileika og ásýnd vindmylla ásamt hljóðvist. Á afþreyingar- og ferðamannasvæði verður heimilt að vera með skálasvæði, áningarstað, gistingu og veitingar í tengslum við útivist. Gert er ráð fyrir að starfsemi verði rekin allt árið. Stærð svæðis er um 2 ha. Gerð verður breyting á stefnu í greinargerð og sett inn nýtt afþreyingar- og ferðamannasvæði á sveitarfélagsuppdrætti fyrir afrétt.

SKIPULAGSLÝSING



Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar eftirfarandi skipulagsáætlunar:

3. Árnes; Þéttbýli; Landnotkunarflokkar; Aðalskipulagsbreyting – 2303052

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. febrúar 2024 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar er varðar þéttbýlið í Árnesi. Breytingin nær yfir vesturhluta þéttbýlisins í Árnesi, þann hluta sem er þann hluta sem er norðan við Þjórsárdalsveg. Á allra næstu árum sér sveitarfélagið fram á að mikil þörf verði fyrir íbúðarhúsnæði í Árnesi og snýst breytingin um að koma til móts við áætlaða þörf fyrir íbúðarhúsnæði samhliða uppbyggingu á þjónustu sem því fylgir. Þetta kallar á ný svæði fyrir íbúðarbyggð. Fjölgun íbúa kallar á meiri þjónustu og sveigjanleika í landnýtingu, því er hluti svæðisins gerður að miðsvæði með rúmum heimildum fyrir atvinnustarfsemi, þjónustu og íbúðir.

GREINARGERÐ



Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsbreytinga:

4. Dalbraut 10-12 Laugarvatni; Breytt lóðarmörk og byggingarreitir; Deiliskipulagsbreyting – 2403022

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20. mars 2024 að auglýsa tillögu deiliskipulagsbreytingar er varðar lóðirnar Dalbraut 10 og 12 á Laugarvatni. Í breytingunni felst breytt lega lóða og byggingarreita, skilgreiningar á bílastæðum og nýrri útakstursleið niður Torfholt. Samhliða er heimildum er varðar hæðarfjölda á Dalbraut 12 breytt í 2h og kjallara til samræmis við hús á lóð 10.

UPPDRÁTTUR


5. Reykjabraut 1 Laugarvatni; Mænishæð og byggingarreitur; Deiliskipulagsbreyting – 2401063

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 20. mars 2024 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Reykjabrautar 1 á Laugarvatni. Í breytingunni felst að skilmálum lóða við Reykjabraut verði breytt með þeim hætti að í stað hæðar og kjallara verði heimildir fyrir húsi á 1 hæð með risi. Hámarkshæð húsa verði 6,8 metrar í stað 5,9 metra frá gólfplötu aðalhæðar. Að auki er gert ráð fyrir að skilgreindur göngustígur á milli Reykjabrautar 1 og 3 verði felldur út úr skipulagi og byggingarreitur lóðarinnar verði stækkaður svo að bílskúr rúmist innan reitsins. Aðrir skilmálar deiliskipulagsins eru óbreyttir.

UPPDRÁTTUR


Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna www.blaskogabyggd.is, https://www.fludir.is/ og https://www.skeidgnup.is/

Mál 1 og 2 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 27. mars 2024 með athugasemdafresti til og með 19. apríl 2024.

Mál 3 – 5 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 27. mars 2024 með athugasemdafrest til og með 10. maí 2024.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU

 

Linkur á auglýsinguna á vefsíðu Umhverfis- og tæknisviðs: https://www.utu.is/auglysingar/skipulagsauglysing-birt-27-mars-2024/