Fara í efni

Fyrirsagnir frétta

  • Íbúar komnir yfir 900 í Hrunamannahreppi

    Íbúar komnir yfir 900 í Hrunamannahreppi

    07. desember
    Fréttir
  • Körfuboltinn í fullum gangi á Flúðum

    Körfuboltinn í fullum gangi á Flúðum

    01. desember
    Fréttir
  • Lína Björg Tryggvadóttir, byggðaþróunarfulltrúi

    Byggðaþróunarfulltrúi tekinn til starfa

    30. nóvember
    Fréttir
  • Auglýsing fyrir svæðisskipulag Suðurhálendis

    Auglýsing fyrir svæðisskipulag Suðurhálendis

    29. nóvember
    Fréttir
  • Bergrisinn bs. auglýsir eftir skrifstofustjóra

    Bergrisinn bs. auglýsir eftir skrifstofustjóra

    29. nóvember
    Tilkynningar
  • Ályktun vegna stöðu Grindvíkinga

    Ályktun vegna stöðu Grindvíkinga

    29. nóvember
    Fréttir
  • Brunavarnir Árnessýslu reka öflug lið í sýslunni allri.

    Björgunarmiðstöð/slökkvistöð verður byggð á Flúðum

    22. nóvember
    Fréttir
  • Sólin gægist yfir Miðfellið í Hrunamannahreppi á fallegum vetrardegi.

    Jólamarkaður og jólagleði þann 2. desember

    22. nóvember
    Fréttir

Á döfinni

Þú finnur allt sem þig vantar í Hrunamannahreppi

Flúðir er vaxandi þéttbýliskjarni og vinsæll staður að heimsækja. Fjölbreytt þjónusta og afþreying er í boði á Flúðum og næsta nágrenni í sveitinni. Gisting er í öllum flokkum; hótel, gistiheimili, bændagisting, heimagisting, og tjaldsvæði. Veitingastaðir eru líka af öllum sortum svo allir geta valið það sem þeim finnst best. Farmers Bistro (Flúðasveppir), Minilik, Hótel Flúðir og Kaffisel, allir með sína sérstöðu og flestir leggja áherslu á hráefni úr nærumhverfi. Afþreying er mjög fjölbreytt, fyrir alla aldurshópa og áhugasvið. Sundlaugin Flúðum, Gamla laugin (Secret Lagoon) og Hrunalaug (hidden lagoon) eru skemmtilegir baðstaðir. Selsvöllur 18 holu golfvöllur, Markavöllur fótboltagolfvöllur, frisbígolf í Lækjargarðinum, hestaferðir í Syðra-Langholti, Samansafnið á bænum Sólheimum og Hús minninganna á Flúðum. Gönguleiðir, fjöll til að klífa og fjölbreyttir útivistarmöguleikar allt um kring. Jarðhiti er mikill á svæðinu, óþrjótandi uppspretta af heitu vatni og landið ákjósanlegt til ræktunar. Fjöldi garðyrkjubýla er í sveitinni og auðvelt er að kaupa sér hollar og góðar matvörur beint frá býli t.d. í Litlu Melabúðinni. Flúðir eru miðsvæðis á Suðurlandi og stutt í margar helstu náttúruperlur þjóðarinnar, Brúarhlöð, Gullfoss og Geysir eru til dæmis innan seilingar. Á sumrin er mikil veðursæld og oft háar tölur á hitamælunum á Flúðum.

Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið á Flúðum Tjaldmiðstöðin á Flúðum rekur glæsilegt tjaldsvæði við bakka Litlu Laxár. Flúðir í Hrunamannahrepp

Hótel og gististaðir

Hótel og gististaðir í Hrunamannahreppi Hótel FlúðirÁ Hótel Flúðum ertu kominn á glæsilegt hótel í dýrðlegri sveit á að

Veitingahús

Veitingastaðir í Hrunamannahreppi MinilikMinilik er eþíópískur veitingastaður staðsettur á Flúðum.Minilik - eþíópískt v

Verslanir

Verslanir

Handverk og hönnun

Handverk og hönnun