Íbúafundur 9. júní

Lilja Helgadóttir Nýjar fréttir

ÍBÚAFUNDUR!!   Íbúafundur verður haldinn   í Félagsheimilinu á Flúðum þriðjudaginn 9. júní nk. kl. 20:00. Kynntar verða niðurstöður ársreiknings 2019. Hægt er að nálgast ársreikninginn á heimasíðu Hrunamannahrepps  www.fludir.is   Ársreikningur 2019. Auðunn Guðjónsson endurskoðandi mun mæta á fundinn og fara yfir helstu liði ársreikningsins.   Úrgangsmál. Á fundinn mætir starfsfólk frá Íslenska gámafélaginu og fer yfir flokkunarmál og  veitir …

Laus störf hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings

evaadmin Nýjar fréttir

Viltu taka þátt í að móta skóla- og velferðarþjónustu í faglegu og fallegu umhverfi Uppsveita og Flóa í Árnessýslu?   Skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings bs. auglýsir fullt starf deildarstjóra skólaþjónustu, fullt starf sálfræðings og tímabundið 60% starf talmeinafræðings. Á starfssvæðinu eru um 650 börn á leik- og grunnskólaaldri sem sækja nám í 10 leik-og grunnskólum. Tveir þeirra eru samreknir leik- …

Miklu færri fengu lóðir en vildu

evaadmin Nýjar fréttir

Lóðum fyrir alls 25 íbúðir við Fannborgartanga, fyrsta áfanga Byggðar á Bríkum, var úthlutað á fundi sveitarstjórnar þann 2. febrúar 2023.  Alls bárust 150 umsóknir um þær lóðir sem auglýstar voru. Umsækjendur sem uppfylltu ákvæði reglna um lóðaúthlutun voru 146. Dregið var úr umsóknum.  Til vara voru dregin nöfn sem verða boðnar lóðirnar í réttri röð komi til þess að …

Fyrstu skóflustungurnar í Byggð á bríkum.

evaadmin Nýjar fréttir

Fyrstu skóflustungurnar að nýju hverfi Byggð á Bríkum voru teknar fimmtudaginn 2. febrúar 2023. Það voru allir fulltrúar sveitarstjórnar sem munduðu skóflurnar en vegna aðstæðna hafði örlítið verið flett ofan af jarðveginum svo sveitarstjórnarmenn næðu nú að stinga niður skóflu þrátt fyrir harðfrosinn jarðveginn. Framkvæmdir teljast nú formlega hafnar við gatnagerðina.  Annar verkfundur verksins var haldinn 2. febrúar og þar …

Löng lokun vegarins við Stóru-Laxá hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir samfélagið

evaadmin Nýjar fréttir

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps hefur haft þungar áhyggjur af neikvæðum afleiðingum langrar lokunar vegarins við Stóru Laxá. Fulltrúar Vegagerðarinnar voru kallaðar til fundar í ráðhúsinu vegna þessa í vikunni þar sem óskað var skýringa á þessari stöðu.   Oddviti lagði síðan fram eftirfarandi bókun, fyrir hönd sveitarstjórnarinnar allrar,  við upphaf  sveitarstjórnarfundar þann 2. febrúar 2023:   Sveitarstjórn hefur ríkan skilning á þeim …

Svæðisskipulag Suðurhálendis til umsagnar

evaadmin Nýjar fréttir

  Erindi frá Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis þar sem greinargerð og umhverfisskýrsla Svæðisskipulags Suðurhálendis var kynnt í samræmi við 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 13. og 14. gr. laga um umhverfismat áætlana og framkvæmda var tekið til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar þann 19. janúar 2023.   Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins. Skipulagssvæðið nær yfir hálendissvæði …

Forvarnarráð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

evaadmin Nýjar fréttir

Eftirfarandi pistill er birtur að beiðni Forvarnarráðs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU).  Forvarnarráðið hefur fengið starfsfólk stofnunarinnar til að skrifa mánaðarlega pistla um forvarnir. Hugmyndin er að pistlarinr verði svo birtir íbúum í umdæmi HSU. Fyrsti pistillinn er eftir Bjarnheiði Böðvarsdóttur, hjúkrunarfræðing um ofþyngd barna.   Ofþyngd barna – afleiðingar og ráð Tíðni ofþyngdar hjá börnum eykst stöðugt um allan heim og …

Sorphirða: Losun á pappír og plasti dagana 24., 25. og 26. janúar

evaadmin Nýjar fréttir

Losun á pappír og plasti hefst degi fyrr en áætlað var samkvæmt Sorphirðudagatali og hefst á morgun, þriðjudaginn 24. janúar. Losanir fara fram þriðjudag 24. janúar til fimmtudags 26. janúar. Minnt er á að hafa aðgengi að tunnum gott og moka frá snjó ef þess þarf svo þjónustan gangi sem best fyrir sig.    

Fréttatilkynning frá almannavarnanefnd

evaadmin Nýjar fréttir

Almannavarnanefnd Árnessýslu kom saman til fundar á þriðjudag, 17. janúar.  Fyrir liggja upplýsingar um að flestar ár á Suðurlandi séu ísi lagðar og að líkur eru á að lægð gangi yfir landið á föstudag með nokkrum hlýindum og úrkomu.   Farið var yfir stöðuna og veðurspá eins og hún liggur fyrir í dag með þeim fyrirvara að nokkur óvissa er um …